Æfinga- og leikjadagskrá miðlað á skilvirkan hátt

Í Sportabler er hægt að hafa persónulegt yfirlit yfir æfingar, leiki o.s.frv. Ef þjálfarinn breytir viðburði sem þú (eða barnið þitt) ert hluti af þá uppfærist dagskráin þín samstundis og þú færð „ýtiboð" í símann. Þú lætur þjálfarann vita um mætingu með því að merkja við og hægt er að senda einka- og hópskilaboð alveg eins og á facebook messenger. Þetta eykur þjónustustigið við alla sem koma að skipulögðu íþróttastarfi. 

Í myndböndunum hér að neðan er farið yfir allt saman. 

Snjallsímaforritið - Appið

Vefurinn (www.sportabler.com)

Margir flokkar eða mörg börn (fyrir leikmenn jafnt sem foreldra)

Hvort sem þú ert leikmaður í mörgum flokkum eða foreldri með mörg börn. Kerfið tekur allt saman á einn stað í „mín dagskrá" á milli íþróttagreina og íþróttafélaga. 

Vinstra megin eru hóparnir sem þú tengist sjálfur eða í gegnum barnið þitt. Allir viðburðir sem tengjast þér eða börnum þínum raðast upp í  „mín dagskrá" sem er aðgengilegt á vefnum eða með sportabler appinu. 


  


Did this answer your question?