(Skýringamyndir hér að neðan) 

Þetta ferli fyrir neðan á einungis við þá sem eru ekki með Sportabler aðgang. Ef þú ert með Sportabler aðgang þarftu ekki kóða til að sjá nýja flokka. Það er nóg fyrir þjálfara/íþróttastjóra að bæta iðkandanum við í flokkinn og þá kemur dagskráin sjálfkrafa inn hjá foreldra/leikmanni.

ATH: Forsenda þess að geta skráð sig í Sportabler er að þjálfari hafi skráð leikmann með kennitölu í flokkinn

Hér eru skrefin að skráningu

  1. Skrá í hóp: Fara á www.sportabler.com eða í appstore/playstore til að ná í appið (IOS)/(Android)(mælum með appinu). Þegar þú opnar appið sérðu neðst á síðunni Nýr notandi? Skráðu þig í hóp.
  2. Setja inn kóða flokksins/hópsins: Þið fáið kóðann frá þjálfara eða leikmanni/aðstandanda sem er nú þegar skráður í flokkinn. Næsta skref er að stimpla kóðann inn. ATH þið getið líka stimplað inn kóðann í gegnum tölvu á sportabler.com--->Innskrá---> Skráning í flokk með kóða ef það hentar betur.
  3. Fylla inn skráningaupplýsingar (Velja "Ég er leikmaður" / "Ég er foreldri" eftir því sem við á). Leikmaður setur inn sitt netfang (Netfang leikmanns), foreldri setur inn sitt netfang (Netfang foreldris). Ekki blanda þessum skráningum saman. 
  4. Staðfesta netfang í tölvupósti sem þið fáið frá Sportabler: Smella á "hér" þá opnast nýr gluggi (Skref 5). Muna eftir að athuga ruslpóst/spam folder.
  5. Búa til lykilorð eða skrá sig inn með facebook (FB gengur einungis ef netfang við skráningu er það sama hjá FB). Samþykkja þarf skilmála Sportabler og hvetjum við ykkur til þess að kynna ykkur þá.
  6. Allt klárt ! Skrá sig inn og þá ætti "Mín dagskrá" að taka á móti ykkur. Hér er svo hægt að sjá stutt kynningarmyndband um kerfið.

Spurningar, Vandræði, Útskýringar? - Gyllta talblaðran!
Endilega hafið samband við þjónustuver Sportabler eða í gegnum sportabler@sportabler.com


Nánari útskýringar hér að neðan:

MYNDIR

1. Skrá í Hóp

Appið www.sportabler.com


2. Skrá kóða flokksins


3. Fylla inn skráningarupplýsingar

4. Staðfesta netfang

5. Búa til lykilorð

6 Allt klárt - Nú getur þú skráð þig inn í gengum appið og á sportabler.com - Mín dagskrá

Did this answer your question?