Þessi listi er samansafn af atriðum og verklagsreglum, og er byggður á reynslu undanfarinna mánuða. Þessi listi er stöðugt í þróun.
Fylgið skrefunum í þessari röð.

1. Kynna sér kerfið / Klára innskráningu

a) Mín Dagská vs. Viðburðir flokks: Átt sig á muninum og virkni

b) Mæting leikmanna vs. Kladdinn: Átta sig á muninum og virkni

c) Nota vafrana Chrome eða Safari þegar notað á tölvu. Sum virkni ekki eins skilvirk í öðrum vöfrum t.d. Internet Explorer 

Alltaf hægt að skoða meira hér: http://help.sportabler.com/

2. Skrá alla leikmenn 

Skráið inn alla iðkendurr áður en farið er í loftið. Ef leikmaður er ekki skráður með kennitölu þá getur leikmaðurinn eða aðstandandi (foreldri) ekki skráð sig inn í kerfið.  
Hvernig bæti ég leikmanni við flokk (útskýring)
Hvernig bæti ég þjálfara við flokk (útskýring)

3. Búa til hópa og nota þá á skilvirkan hátt við stofnun viðburða (t.d æfingar, leiki) 

Mikilvægt er að tileinka sér skilvirk vinnubrögð varðandi notkun hópa. Hver viðburður tengist hópi. Dæmi um hópa: Allir, A-lið, B-lið, Yngra ár, Eldra ár, Markmenn, o.s.frv.

Atriði sem gott er að hafa í huga:
a) Mín Dagskrá (My schedule) - fyllist af viðburðum hópa sem notandi er hluti af. Afar mikilvægt er að Mín Dagskrá sé alltaf eins nákvæm og hægt er. Það er því mikilvægt að hópar í tengslum við viðburði endurspegli hverjir eigi að mæta og innihaldi ekki leikmenn sem ekki eigi að mæta í tiltekna viðburði. 

b) Ekki gleyma að bæta við þjálfurum í hópa:  Til þess að viðburðir birtist í “Mín Dagskrá” hjá þjálfaranum þá verður hann að vera hluti af hópnum sem er hluti af viðburðinum. Hægt er skrá mismunandi þjálfara á hvern hópu. T.d. Alfreð Gíslason er með A-liðið, Heimir Hallgríms með B-liðið osfrv. Þá birtast bara A-liðs leikir í “Mín Dagskrá” hjá Alfreði. Alfreð eins og allir aðrir meðlimir flokksins geta samt sem áður séð dagská sem inniheldur alla viðburði flokksins undir “Viðburðir” í viðkomandi flokki.

c) Lánsmenn úr öðrum flokkum - ekki bjóða í alla viðburði: Ef þið fáið leikmenn að láni úr öðrum flokkum, t.d. Leikmaður úr 5.flokki sem spilar stundum með 4.flokki. Alls ekki setja þann leikmenn sjálfkrafa í alla viðburði hjá 4.flokki. Nota frekar “Sýsla með viðburð” möguleikann til að bjóða leikmönnum í einstaka viðburði þegar þeir eiga að “spila uppfyrir sig”. 

d) 2-Stafa “Auðkenni” hóps: Hver hópur hefur 2 stafa auðkenni sem þið getið notað fyrir hvern flokk T.d. Valur 1 gæti verið V1. Auðkennið er hægra megin við fullt nafn hvers hóps í litlum hring og er hægt að breyta því með því að smella inn í hringinn. Þetta auðkenni er notað til að: Tilgreina hópana í prófil leikmanna og á yfirlitum um viðburði.  

Muna líka að setja inn ÚRSLIT af leikjum sem er lokið
(Skrefin: Breyta viðburði, setja inn úrslit 2 -1 og velja sigur/tap/jafntefli) 

Hér eru nánari útskýringar/myndbönd á Hópum

4. Setja inn Viðburði (Æfingar, Leiki, Aðra viðburði)

Mikilvægt að þeir sem koma inn í kerfið sjái dagskrá þegar þeir fyrst skrá sig inn. Því hvetjum við alla til að setja inn a.m.k 2-3 mánuði fram í tímann. Ef leikjaplan liggur ekki fyrir er hægt að setja inn fasta æfingatíma. Síðan er alltaf hægt að setja athugasemd við viðburð "Dagsetning/tími gæti breyst síðar, en þá verður viðburðurinn uppfærður í Sportabler” eða  “Endanlegur hópur tilkynntur þegar nær dregur”). 

Við hvetjum ykkur til að setja inn alla viðburði sem tengjast íþróttastarfinu, líka fundi, keppnisferðalög, lyftingar os.f.r.v. Notandi verður að geta treyst því að allir viðburðir séu á Sportabler. Til að auðvelda notkun og skilvirkni kerfisins er mikilvægt að þekkja aðgerðirnar sem auðvelda þér lífið. 

Hér eru aðal atriðin:

a) Setja inn alla viðburði næstu 2-3 mánuðina og uppfæra dagskrána eftir því sem við á. ATH! Mjög mikilvægt er að notendur geti treyst því að “hinn heilagi” sannleikur sé alltaf á sportabler (þ.e.a.s að dagskráin sé alltaf rétt og uppfærð á sportabler)

b) Uppfæra dagskránna reglulega, þegar er frí, fella niður æfingar, setja inn æfingar eftir frí líka (Þægilegt fyrir leikmenn og foreldra að sjá hvaða dag æfingar byrja aftur, hvernær er áætlaður leikur o.s.frv.). 

c) Þekkja muninn á stofna - breyta - fella niður - klóna - eyða..viðburði: Klóna viðburð er t.d. aðgerð sem sparar ykkur mikinn tíma þegar þið eruð að stilla upp leikjum. HÉR er myndband sem fer yfir þetta (Breyta byrjar frá 4:20min)

d) Þekkja hvernig hægt er að senda tilkynningar í tengslum við viðburði eða breytinu á þeim ( push notification / email) svo allir séu upplýstir

e) Prófa Push nokkrum sinnum og sjá það virka (prófiði bara að skrá ykkur þjálfarana sem leikmenn í flokkinn og breytið/fellið niður viðburð og sjáið hvernig það virkar - þið fjarlægið ykkur síðan bara sem leikmenn eftir að hafa prófað þetta)

Hér eru nánari útskýringar og myndbönd um viðburðastjórnun

5. Senda skilaboð

Hægt er að senda skilaboð á marga mismunandi vegu, má segja að "messenger-inn" okkar sé hliðstætt því sem hægt er að gera á facebook. Það er hægt að senda skilaboð: Á einstaklinga, á hópa (velja eingögnu leikmenn, eingöngu aðstandendur) sama gidir um viðburði. 

Kynnið ykkur þessa virkni og hvetjið leikmenn/foreldra til að tilkeinka þér þetta líka. T.d.. Þegar verið er að bjóða/biðja um far fyrir ákveðna viðburði þá er þetta mjög hentug leið til að ná skilmerkilegra til ákveðins hóps. Nánari útskýringar er að finna HÉR hóps. 

6. Aðstoða við notendur / Innskráningarferlið

Innskráningarferlið er mjög einfalt, en til þess að þið vitið hve einfalt það er þá verðið þið að þekkja það (best er að prófa það með “dummy iðkenda” og svo bara eyða viðkomandi út)

Mikilvægt er að þekkja eftirfarandi:
a) Kunna innskáningarferlið, muna að notendur þurfa alltaf að staðfesta netfang til að verða virkir (muna póstur getur lent í rusli)
b) Kóðinn, kunna á hann og vita hvar maður skráir sig inn með kóða
c) Týnt lykilorð, þetta er líka hægt að nota til að fá annað staðfestingar email.
d) Benda á Þjónustuverið (bleika talblaðran) eða Hjálpina sem hefur að geyma helstu leiðbeiningar
e) Stillingar - Friðhelgisstillingar/Prófílmynd
f) Bæta við aðstandenda (foreldri)

7. Skipta yfir á Sportabler - Ekki halda áfram að setja dagskránna á Facebook 

Mikilvægt er að “þjálfa” notendur í flokknum (Leikmenn og foreldra) í að nota Sportabler, þeim mun fljótara sem allir koma inn og kunna á kerfið þeim mun þægilegra verður það fyrir alla. 

Endurtekning: Mjög mikilvægt er að notendur geti treyst því að “hinn heilagi” sannleikur sé alltaf á sportabler (þ.e.a.s að dagskráin sé alltaf rétt og uppfærð á sportabler).  

a) Þjálfarar sem hafa verið fljótastir að innleiða Sportabler hættu að setja dagskránna inn á facebook, en tilkynntu og voru duglegir að minna á Sportabler

“Dagskráin komin inn á Sportabler” 

Tilkynnið forföll á Sportabler, með því að merkja við mætingu og senda okkur skilaboð á Sportabler”. 

b) Venjið ykkur á að senda skilaboð, tilkynningar á Sportabler (t.d. Ekki gleyma hópskilaboðs möguleikanum)

c) Þeir fáu sem ekki hafa snjallsíma, geta alltaf farið inn á netið, þeir fá líka tölvupóst ef viðburðir uppfærast, eða þið sendið skilaboð í gegnum kerfið. (Líka fyrir þá sem ekki eiga snjallsíma er Sportabler mjög skilvirkt að koma dagskrá, skilaboðum áleiðis). 

d) Sjá dæmi um tilkynningar og myndir sem þið getið póstað hér að neðan. 

8. Persónuvernd

Sportabler leggur ríka áherslu á öryggi og trúnað þegar um ræðir meðferð upplýsinga um notendur. Við höfum kappkostað við að standa faglega að þessum þætti í samvinnu við þau íþróttafélög og stofnanir sem við störfum með og yfirfarið skilmála og verklagsreglur með þeim aðilum. 

Megin atriðin
Til þess að hægt sé að nota kerfið þurfa notendur að skrá eftirfarandi upplýsingar við skráningu: nafn, kennitölu (einungis iðkendur), netfang og símanúmer.
Friðhelgisstillingar gera notendum kleift að stjórna sýnileika þessara upplýsinga meðal annarra notenda flokksins (Sýnilegt öllum í flokknum, einunigs sýnilegt þjálfurum, falið öllum)

Sportabler selur ekki persónuupplýsingar til 3.aðila, en hinsvegar notast Sportabler við þjónustur frá 3.aðila. t.d. Til hýsingar eða til að geta sent “ýtiboð” (Push notification) í snjallsíma. Þetta er þekkt verklag en 3.aðili sem Sportabler starfar með má ekki undir neinum kringumstæðum miðla þessum notendaupplýsingum áfram.  

Hér er hægt að lesa notendaskilmála Sportabler

9. Aðrar verklagsreglur sem þjálfarar hafa fundið upp á

a) Hópurinn tilkynntur síðar (Sýsla með viðburð): Í leikjum þar sem endanlegur hópur er ekki ákveðinn getur þjálfari boðið stærri hóp (t.d. allir) í viðburð en svo dregið úr hópnum seinna eftir að hópurinn hefur verið tilkynntur. Hægt er að uppfæra viðburð og senda Tilkynningu (edit event, send notification)

b) Hægt er að búa til hópar fyrir skyldur leikmanna, t.d. Kústurinn, Boltasækjar, Sjoppan osfrv. Þá er hægt að stofna viðburði í kringum þessi hlutverk og draga/fjarlægja leikmenn úr hópnum eftir því sem við á

c) Senda viðhengi eða linka í gegnum skilaboð eða með því að 

d) meira væntanlegt....

Aukaefni

Tilkynningar til notenda (t.d. á Facebook tilkynningar)

Nýtt forrit/app sem við tökum í notkun til að halda utan um dagskrá og samskipti flokksins. Sportabler, sem er íslenskt vef- og snjallsímaforrti sem einfaldar alla viðburðastjórnun, samskipti og utanumhald íþróttastarfsins. 

Leikmenn/foreldrar þetta þurfið þið að gera:
1.Skrá í Hóp hér https://www.sportabler.com/optin 

2. Kóði flokksins er XXXXX: 

3. Fylla inn skráningaupplýsingar:  Velja "Ég er leikmaður" / "Ég er foreldri" eftir því sem við á - bæði leikmenn og aðstandendur geta skráð sig. 

4. Staðfesta netfang í tölvupósti sem þið fáið frá Sportabler: Smella á "hér" þá opnast nýr gluggi (Muna eftir að athuga ruslpóst/spam folder)

5. Búa til lykilorð eða skrá sig inn með facebook (FB gengur einungis ef netfang við skráningu er það sama hjá FB). 

6. Allt klárt ! Skrá sig inn og þá ætti "Mín Dagskrá" að taka á móti ykkur. 

(7). Ná í appið - ef þið eruð ekki búin að því  (Appstore eða Google play store)

Ef þið lendið í vandræðum má hafa samband við þjónustuver Sportabler í bleiku spjallblöðrunni neðst hægra megin á www.sportabler.com

Myndband (Nánari útskýringar) um ferlið: http://help.sportabler.com/utskyringar-og-myndbond-um-kerfid/nyskraning-i-kerfid

Um Sportabler:  Að Sportabler stendur fólk úr íslensku íþróttalífi. Sportabler hlaut styrk frá Tækniþróunarsjóði Íslands, Hugbúnaður er þróaður í samvinnu við Íþróttafélög og þjálfara á Íslandi. 


Tilkynning til að skrá mætingu (t.d. hægt að posta á facebook)

Vinsamlegast tilkynnið forföll/veikindi með þvi að merkja í Sportabler kerfinu og láta okkur þjálfara vita ástæðu forfalla með skilaboðum

Eftir að hafa verið send þá birtast skilaboðin í skilaboðahluta kerfisins

Did this answer your question?