Þessi 4 grundvallaratriði munu hjálpa öllum að nota Sportabler. Ef þið fylgið þessum einföldu atriðum þá verðu allt miklu einfaldara :) 

1.- Setja inn ALLT æfinga/leikjaplanið sum félög hafa reglu að hafa alltaf amk 1,5-2 mánuð fram í tímann. Fólk vill sjá dagskránna þótt hún kunni að breytast (fók er að plana frí o.s.frv.)

Skírið æfingar rétt : t.d. Fótboltaæfing eða Handboltaæfing (Muna sumir krakkar fá bæði fótboltann og handboltann inn á mín dagskrá, þess vegna ruglandi að segja Æfing. Ekki skýra viðburðina Haust-tafla)

Notið upplýsingarboxið til upplýsingagjafar fyrir hvern viðburð. T.d.
"Endanlegur hópur tilkynntur 1 degi fyrir leik"
"Dagsetning/tími kann að breytast, fer eftir KSÍ"
o.s.frv.

2.- Hætta að setja inn Dagskránna á facebook og biðja fólk að tilkynna forföll í gegnum appið. 

Gott getur verið að "pinna" þessum útskýringum í facebook grúppurnar:

Nú á að tilkynna öll forföll með því að merkja við mæti ekki í Sportabler appinu. Þið getið sent okkur þjálfurunum skilaboð í gegnum Sportabler appið með útskýringu. 

Vinsamlegast hættið að kommenta á fb. "Jón mætir ekki, er veikur"

3.- Uppfæra dagskránna á Sportabler, fólk verður að geta treyst því að dagskráin sé á Sportabler, allar æfingar, leikir, mót o.s.frv. (minni ykkur þjálfarana á "Klóna" fídusinn)

4.- Vísa öllum tæknilegum fyrirspurnum í þjónustuverið á Sportabler.com
Spjalltáknið hægra megin niðri og þar græjum við allt sem upp á kemur við innskráningu osfrv.


Ef þið hafið ofangreint á hreinu þá eruð þið í góðum málum. Hér er svo þjálfaratékklistinn  sem fer í meiri smáatriði. 

Did this answer your question?