Sportabler býður notendum upp á að greiða fyrir einstaka viðburði í appinu. Greiddir viðburðir birtast eins og aðrir viðburðir í yfirliti notenda, munurinn er sá að ekki er nóg að velja svar, heldur verður að greiða fyrir viðburðinn með greiðslukorti.

Til þess að tryggja fyllsta öryggis eru allar kortagreiðslur meðhöndlaðar af færsluhirðinum, Korta. Lausnir Korta eru vottaðar samkvæmt PCI-DSS öryggisstaðlinum. Þó svo notendur velji að greiða úr Sportabler appinu, þá eru kortaupplýsingar skráðar inn á öruggu vefsvæði Korta, https://netgreidslur.korta.is . Sportabler appið, eða starfsmenn félagsins hafa engan aðgang að kortaupplýsingum notenda.

Til þæginda fyrir notendur er möguleiki að vista kortanúmer í öruggri kortageymslu Korta. Með því að velja þennan möguleika mun Sportabler vista sýndarkort (eða token) frá Korta fyrir seinni tíma greiðslur.

Sportabler býður notendum upp á möguleikann að vista CVC númer sitt í síma sínum í öruggri geymslu símans sem læst er annað hvort með andlits læsingu (e. FaceID) eða fingrafari. 

Did this answer your question?