Við vorum að bæta við nýrri síðu fyrir stjórnendur þar sem þeir fá áður óþekkta yfirsýn yfir alla þjálfara og starfsmenn félagsins.

Á vinstri hluta síðunnar eru allir þjálfarar félagsins og hægra megin eru flokkarnir - keimlík virkni sem þjálfarar þekkja af undirhópasíðunni.

Á síðunni er gríðarlega einfalt að bæta þjálfurum við nýja flokka, fjarlægja eða færa á milli, skilgreina hvaða stöðu þeir fá innan flokksins og í hvaða undirhópum þeir eiga að vera.

Did this answer your question?