Með því að samþykkja skilmála er verið að fallast á að Óskandi hafi rétt til að meðhöndla þær upplýsingar sem gefnar eru upp.Allar skráningar á námskeið eru endanlegar og ekki hægt að afskrá á netinu heldur eingöngu með tölvupósti á netfangið oskandi@oskandi.is.

Eftir að námskeið er hafið eru engar endurgreiðslur mögulegar, nema hjá nemendum sem hefja æfingar í fyrsta sinn. Þeir geta fengið þátttökugjöld niðurfelld kjósi þeir að hætta við iðkun innan tveggja vikna frá því að æfingar hófust. Tilkynning þarf að berast í tölvupósti á oskandi@oskandi.is innan tilskilins frests.

Ráðstafaður frístundastyrkur sveitarfélaga er ekki endurgreiddur. Ef nemandi slasast ber forráðmanni að senda tölvupóst og skila þarf inn læknisvottorði til að fá námskeiðsgjald endurgreitt. Ef ekki er látið vita fellur kostnaður vegna innheimtu á forráðamenn.

Vakin er athygli á því að að nemendur eru ekki tryggðir á vegum skólans þó þeir stundi æfingar á vegum hans.

Óskandi tekur myndir af sýningum og starfinu í skólanum sem hugsanlega birtast á heimasíðu skólans og/eða samfélagsmiðlum, svo sem Facebook og Instagram. Ef einhver vill ekki að myndir af sér eða barninu sínu séu birtar má tilkynna það í tölvupósti á netfangið oskandi@oskandi.is.

Did this answer your question?