Við vorum að bæta við nýrri síðu fyrir stjórnendur þar sem þeir fá áður óþekkta yfirsýn yfir alla þjálfara og starfsmenn félagsins.


Á vinstri hluta síðunnar eru allir þjálfarar félagsins og hægra megin eru flokkarnir - keimlík virkni sem þjálfarar þekkja af undirhópasíðunni. 


Á síðunni er gríðarlega einfalt að bæta þjálfurum við nýja flokka, fjarlægja eða færa á milli, skilgreina hvaða stöðu þeir fá innan flokksins og í hvaða undirhópum þeir eiga að vera. 


Hægt er að færa þjálfara á ákveðna flokka með því að draga þá frá vinstri til hægri. Einnig er hægt að taka þá úr flokkum með því að draga þá frá hægri til vinstri.


Til að fjarlægja þjálfara úr félaginu er smellt á þrjá punktana við hliðiná nafninu og ýtt á remove from all groups.

Stofna nýjan þjálfara: Þá er smellt á stofna þjálfara efst í hægra horninu. Muna að það nægir að bæta þjálfara við með netfangi. 


Ef þjálfari er með aðgang að Sportabler þá finnur kerfið viðkomandi og þið bætið honum við. 

Ef þjálfarinn er ekki með aðgang þá stimplið þið netfangið inn og smellið á bæta við þjálfara.Næst er nafnið fyllt út, símanúmer er valfrjálst og svo er staða valin. 
Head Coach: Aðalþjálfari, 
Þjálfari: Aðstoðarþjálfari, 
Assistant: Umsjónarmaður. 

Í kjölfarið er smellt á stofna þjálfara og viðkomandi aðili fær tölvupóst um að stofna aðgang og getur skráð sig inn og byrjað að nota Sportabler fyrir sinn flokk.