Gott er að hafa í huga að félög geta haft fleiri en einn ráðstöfunarreikning: Hægt er að beina greiðslum á mismunandi reikninga hjá félagi. T.d. Barna- og unglingaráð, Söfnunarreikningur 5.fl.kv í handbolta, Aðalreikningur, o.s.frv. 

Stjórnendur stýra því hvaða ráðstöfunarreikningar eru í boði fyrir hvern þjálfara/umsjónarmann. Tökum dæmi, þjálfari hjá 5.fl.kv. í Knattspyrnu getur stofnað greiðslubeiðni á "Fótbolti 5.fl.kv" en hann hefur ekki möguleika á að stofna greiðslubeiðni inn á "Hópfimleikar 4.fl.kvk".


Til að tengjast Abler Pay þarf að tengja reikning(a) þinnar starfsemi. 


Skref 1 - Fylla út eyðublað 

Það þarf reikningsupplýsingar, upplýsingar um forsvarsmann eða eigenda reiknings ef um er að ræða reikning í einstaklings. Upplýsingar um hvert á að senda rafrænt uppjör osfrv. Við höfum útbúið Eyðublað sem Excel Sniðmát sem þægilegt er að vinna með.

Sækja eyðublaðSækja eyðubl

Skref 2 - Senda okkur eyðublað + fylgigögn. 

Fylgigögn

  • Mynd af skilríki (t.d. ökurskírteini / vegabréf)
  • Staðfesting á prókúru (þarf ekki fyrir reikninga í eigu einstaklings). Sjá nánar dæmi um staðfestingu á prókuru hér að neðan.

Sendu okkur svo fylgigögn og excel sniðmátið á pay@sportabler.com og ekki er verra að cc-a þann aðila sem þið hafið verið í sambandi við hjá Sportabler. Við útbúum svo rammasamninginn um þessa þjónustu í samvinnu við Korta og tengjum reikninginn/reikningana eftir því sem við á.

Staðfesting á prókuru (útskýring)

Staðfesting á prókúru þarf ef reikningur er á kennitölu félagsins og prókúruhafi er með aðra kennitölu. Hér að neðan eru 2 dæmi um staðfestingu - annað af hvoru dugir. 

  • Möguleiki 1: Staðfesting frá banka í tölvupósti: Það dugir fyrir okkur að fá email staðfesting frá bankanum þar sem kennitala prókúruhafa og reikningsupplýsingar eru nefndar og bankinn staðfestir að viðkomandi hafi prókúru að þeim reikning eða reikningum sem á að tengja.  Þetta er mjög einfaldur tölvupóstur, sjá dæmi hér að neðan. 

"Kæri banki,
Vinsamlegast staðfestið að Jón Sigurðsson kt:170644-2339 hafi prókúru fyrir
reikninga: 513-26-170644 kt:90208-56236, 513-26-2006 kt:90208-56236
osfrv.

  • Möguleiki 2: Staðfesting að sá sem skrifar undir samninginn sé stjórnarmaður: Eftirfarandi gögn teldust fullnægjandi í því skyni. T.d. Fundargerð aðalfundar, önnur fundargerð sem staðfestir stjórn, stjórnarsamþykkt, eða annarsskonar staðfesting á stjórn. 

Ef þú ert með spurningar ekki hika við að vera í sambandi.
Við erum sífellt að reyna bæta notendaupplifun þína, þetta ferli er fyrsta skrefið í því að bjóða upp á greiðslur í Sportabler.  


Dæmi um útfyllt sniðmát (líka að finna sem flipi umsókn).