Við kynnum til leiks nýja og fljótlegri leið til að forskrá iðkanda.Nú er hægt að leita eftir nafni, kennitölu eða netfangi í leitardálknum efst. Þegar iðkandinn birtist þá smellið þið á hann og í kjölfarið farið þið í áskriftir.


Þegar smellt er á áskriftir er hægt að sjá yfirlit yfir allar virkar og óvirkar áskriftir sem viðkomandi iðkandi er með hjá félaginu. 


Til að stofna nýja áskrift er smellt á stofna áskrift í hægra horninu.Þá birtist þessi gluggiNafn: Veljið ykkar félag


Þjónusta: Veljið æfingagjöld/námskeið sem á við


Vörur: Veljið svo t.d náskeið 1 - 1jan-31jan eða t.d Æfingagjöld vorönn


Næst er hægt að setja inn athugasemd, afslátt eða breyta einingaverði ef það á við.


Athugasemd starfsmanns: Hægt að skrifa athugasemd sem birtist einungis stjórnendum.


Bæta við færslu? Ef Já þarna þá stofnast áskriftin og viðkomandi foreldri/iðkandi getur farið í ógreitt hnappinn í appinu eða á www.sportabler.com/shop/"nafnfelags", Ef Nei er valið þá bætist ekki færslan við.


Smella á stofna og allt er klárt.