Í Sportabler er hægt að stýra hvaða aðgang starfsmaður hefur.


Hægt er að vera með: 


  • Stjórnendaréttindi og greiðsluréttindi (stjórnendur félags sem þurfa yfirsýn yfir allt félagið)
  • Greiðsluréttindi (t.d þjálfari sem þarf að rukka fyrir mót í gegnum Abler Pay)
  • Stjórnendaréttindi (t.d yfirþjálfari sem má ekki sjá greiðslur)


ATH. Til að stofna starfsmann með stjórnenda og greiðsluréttindi þarf fyrst að vera búið að stofna viðkomandi starfsmenn í kerfinu (sjá Bæta við starfsmanni).


Stjórnenda og greiðsluréttindi


Að vera með þessi réttindi þýðir að þú getur sýslað með greiðslur og haft yfirsýn yfir allt félagið.


1. Til að útdeilda slíkum réttindum er farið efst í hægra hornið upp og valið notendur félags.2.  Næst er smellt á stofna/breyta.3. Næst er stimplað inn netfang viðkomandi og nú þarf að velja hvaða réttindi viðkomandi aðila á að fá.


  • ADMIN þýðir stjórnendaréttindi. Ef það er bara valið að gefa ADMIN réttindi þá sér viðkomandi allt félagið en ekki greiðslur.
  • PAYMENT þýðir greiðsluréttindi. Ef það er bara valið að gefa PAYMENT réttindi þá getur t.d þjálfari 8.flokks kvenna í fótbolta stofnað greiðsluviðburði í sínum flokki (þá er valið Sportabler - Fótbolti)
  • EF bæði er valið þá sér viðkomandi starfsmaður allt félagið og getur sýslað með greiðslur.


ATH.Einnig þarf að hafa í huga í hvaða deild viðkomandi aðila á að sjá.


Í þessu dæmi er Guðmundur Blængur Pálmason með stjórnenda og greiðsluréttindi yfir Sportabler félaginu.