ATH. Greiðsluseðill stofnast ekki sjálfkrafa* ef viðkomandi sinnir ekki því að greiða ógreidda áskrift m.ö.o ógreiddan reikning sem orðið hefur til. 

**Greiðsluseðill í heimabanka stofnast samt sjálfkrafa ef viðkomandi er í greiðsludreifingu og skuldfærsla á kort klikkar sjá nánar hér:


Til að stofna greiðsluseðil þarf að fylgja eftirfarandi skrefum


 Ef það er búið að forskrá aðilan þá er best að skrolla niður og finna þar stofna greiðsluseðil.


Fyrsta skrefið er að fara í Þjónustuyfirlitið og smella á það námskeið sem iðkandinn vill skrá sig í.

 


Næsta skref er að fara í áskriftir og finna viðkomandi aðila í flokknum og draga hann frá vinstri yfir til hægri í rétta þjónustu. Þá smellir þú á JÁ og með því stofnar þú ógreidda áskrift og ógreiddan reikning.


 

 Ef viðkomandi aðili er ekki í flokknum ferðu í áskriftir og smellir á þrjá punktana og bætir þar meðlim inn með kennitölu í glugganum sem opnast í kjölfarið á ekki að fylla út í netfang, síma og aðstandendur, kennitalan er einfaldlega nóg. Svo finnur þú leikmanninn í listanum og dregur hann frá vinstri yfir til hægri eins og sýnt er hér að ofan til að stofna ógreiddan reikning.


*Sjá hér hvernig þú bætir við meðlim sem er ekki með kennitölu( Bæta við meðlim án kennitölu)


Þegar búið er að draga frá vinstri yfir til hægri opnast gluggi þar sem þið getið sett inn afslátt eða breytt verðinu. Ef valið er að setja afslátt þá þarf að setja athugasemd af hverju afsláttur er gefinn og þessi athugasemd birtist forráðamanni/iðkanda þegar gengið er frá greiðslu.


Í neðsta dálknum getur starfsmaður skrifað athugasemd sem starfsmaðurinn sér einungis.


ATH. Ef viðkomandi þarf ekki að greiða þá er best að setja 100% afslátt. ATH. Nú er búið að stofna ógreiddan reikning og foreldri/iðkandinn getur farið inn og  greitt (Sjá grein Hvernig á að greiða fyrir forskráðan iðkanda)


Ef þú vilt stofna greiðsluseðil þá fylgiru skrefunum hér að neðan.


 


Stofna greiðsluseðil


Ef það á að stofna greiðsluseðil á viðkomandi aðila er best að fylgja sömu skrefum og hér að ofan. Ef það er búið að forskrá viðkomandi aðila þá þarftu ekki að gera skrefin hér að ofan. Þegar því er lokið er farið í þrjá punktana við hliðina á nafni einstaklingsins og valið stofna færslu.
Þá opnast þessi gluggi og þar er valið Greiðsluseðill
Hægt er að velja útfærslu Gjalddaga/Eindaga (Due date = Eindagi)

 

Ef valið er Custom þá er hægt að velja gjalddaga og eindaga. 

Aðstandandi: Það er svo hægt að aðstandanda sem á að fá greiðsluseðilinn í heimabankanum. 


Enginn aðstandandi skráður: Hægt er að slá inn kennitölu aðstanenda, ef viðkomandi er ekki skráður í kerfið (er ekki með aðgang) þá birtist engu að síðu greiðsluseðil í heimabanka viðkomandi. Í þessu tilviki liggur ekki fyrir tölvupóstur eða símanúmer, en er þá stuðst við símanúmer og tölvupóstfang félagsins þegar greiðsluseðilinn er stofnaður og þegar hann er skráður í innheimtuferlið. (sjá nánar í grein um innheimtuferlið). 


Annar aðstandandi t.d. Amman: Ef t.d. ef Amman á að greiða gjöldin, þá er hægt að slá inn kennitölu ömmunar og þá fær hún greiðsluseðilinn í heimabankann hjá sér. 


Upplýsingar: Þessar upplýsingar sjást á kvittun hjá greiðanda


Number of payments: Hérna er hægt að stilla hversu marga seðla viðkomandi á að fá.


Ef greiðsluseðill er ekki greiddur fer hann í innheimtuferli (sjá hér)


Sjá dæmi á myndinni fyrir neðan þar sem skipt er í 3 greiðsluseðla.