Að klóna þjónustu


Til að spara tíma mælum við með að klóna þjónustu, t.d ef þið eruð að stofna æfingagjöld/námskeið fyrir marga flokka. 
Í þessu dæmi smelli ég á hringinn við hliðina á æfingagjöld 4.fl.kk og fer í stofna og vel þar klóna þjónustu.Mikilvægt er að breyta öllum upplýsingum sem eiga við t.d nafni, flokki, lýsingu og fleira áður en þið stofnið þjónustuna.

Að breyta þjónustu


Til að breyta þjónustu sem hefur verið stofnuð þá er farið í þjónustuyfirlitið og í hringinn við hliðin á nafninu t.d æfingagjöld 4.fl kvenna og valið breyta þjónustu


ATH. Ekki er hægt að breyta þjónustu sem er stofnuð með frístundastyrk. Hægt er að gera nýja línu í valmöguleikar þjónustu og eyða gamla valmöguleikanum út til að spara tíma.


Sjá mynd