Leiðbeiningar fyrir félög sem vilja taka við frístundastyrk


Í fyrsta hluta er farið yfir hvernig á að setja upp frístundastyrksþjónustu svo ykkar viðskiptavinir geti nýtt styrkinn.


Í öðrum hluta er farið yfir hvernig þið sjáið hverjir hafa greitt með styrk.
Uppsetning á frístundastyrksþjónustu 


1. Þegar þú ert búin að skrá þig inn í gegnum www.sportabler.com þá ættiru að sjá þetta viðmót. Ef þú sérð þetta ekki svona þá smelliru á stjórnenda viðmót efst í vinstra horninu.
2. Til að byrja að setja upp frístundastyrksþjónust þá smelliru á þjónustuyfirlit og stofna þjónustu.3. Því næst fyllir þú út í formið. Mikilvægt er að haka í opið(sýnilegt í vefverslun).

Nafn: T.d Frístundastyrkur - Þessi titill birtist í vefverslun hjá ykkar félagi.

Tegund: Þið getið sett inn t.d æfingagjöld eða námskeið en þessi reitur skiptir ekki öllu máli

Flokkur: Tengja flokkinn frístundastyrkur við.

Lýsing: Hérna er sett inn lýsing t.d Frístundastyrkur vorönn.

Tegund starfsemi: Það kemur sjálkrafa sniðið að ykkur.

Svæði: Hérna getið þið valið ykkar staðsetningu.

Kyn: Hérna er valið kyn 

Aldurstakmörkun: Ef aldurstakmörkun þá velja fæðingar ár í reitina.

Kóði: Þessi kóði er ekki virkur. Þurfið ekki að spá í þessum kóða.

Afslættir: Þurfið ekki að spá í afsláttarreitnum

Viðtökureikningar: Bankareikningurinn sem þið gáfuð upp er sjálkrafa tengdur.

Eitt val: Það þarf að haka í eitt val til að nota frístundastyrkinn

Tengja frístundastyrk: Ef þið hakið í þetta þá er frístundastyrkur tengdur við námskeiðið. 

 

Valmöguleikar þjónustu:

 Hérna eru settir inn þeir möguleikar sem kaupandi hefur. Þið getið haft marga möguleika t.d einn möguleiki er 50.000 kr og næsti möguleiki er 25.000 kr eða einhver önnur upphæð sem þið viljið hafa í boði. Þetta þýðir að sá sem vill nota styrkinn getur valið upphæðina sem hentar. 

Dæmi:

Ef kaupandi velur 50.000 kr möguleikan en hann á bara 25.000 kr í styrk þá þarf hann að greiða restina með greiðsluseðli. 

 

Nafn: Þetta er nafnið á valmöguleikanum t.d Frístundastyrkur 1

Áskrift hefst: Hvenær hefst/hófst námskeiðið

Áskrift lýkur: Hvenær er námskeiðið búið

Skráning opnar: Hvenær opnar skráning. Námskeiðið birtist í ykkar vefverslun þegar skráning opnar.

Skráning lokar: Þegar skráning lokar þá hverfur námskeiðið úr vefverslun. ATH mikilvægt er að skráning loki áður en áskrift lýkur.

Fjöldatakmörkun og biðlisti: Á ekki við.

Verð: Hérna er sett inn verð námskeiðs t.d 50.000

Hámark skiptanna: Þetta þýðir greiðsludreifing. Hvað má kaupandi dreifa greiðslunni oft. EKKI er hægt að dreifa frístundastyrksgreiðslum.

Undirhópur: Þurfið ekki að spá í þessu. Best að hafa tómt.

Staða: Þetta þýðir að þið getið haft opið, leynilegt og í safni. Opið þýðir að þetta er sýnilegt í vefverslun. Leynilegt þýðir að þetta sést ekki í vefverslun. Í safni þýðir að þú ert að eyða þessum valmöguleika.


Þegar búið er að fylla út í formið þá er smellt á stofna. Svona lítur þetta út hjá þér.Til að sjá hvernig þetta lítur út í vefversluninni ykkar þá smellið þið á svarta takkann lengst til hægri eins og sýnt er á myndinn hér að ofan. Í póstinum frá okkur þá fenguð þið slóð á síðuna ykkar sem þið getið vísað ykkar viðskiptavinum inn á.


Hvar sé ég hverjir eru búnir að greiða með styrk?


1.  Smellt er á þjónustuyfirlitið og svo á nafn þjónustu.

2.  Þeir sem eru grænir eru búnir að greiða og til að skoða reikning viðkomandi þá er smellt á þrjá punktana fyrir aftan nafnið í hægri dálknum og valið skoða reikning.