Fyrsta skrefið er að fara í Þjónustuyfirlitið og smella á það námskeið sem iðkandinn vill skrá sig í.

 


Næsta skref er að fara í áskriftir og finna viðkomandi aðila í flokknum og draga hann frá vinstri yfir til hægri í rétta þjónustu.


Ef iðkandi er ekki í leikmannalistanum vinstra megin þarf að bæta honum við með því að smella á þrjá punktana við hliðina á mætingarsaga. Þegar það er búið að bæta iðkandanum í leikmannalistann þá er hann dreginn yfir í réttan valmöguleika hægra meginn.
Í kjölfarið opnast þessi gluggi hér. Í þessum glugga er hægt að breyta einingaverði, afslætti og setja athugasemd af hverju það er gert. Ef það er ekki þörf á því að breyta upphæð eða afslátt er smellt á staðfesta.


 


ATH.Nú er búið að stofna ógreiddan reikning og ógreidda áskrift. Nú getur forráðamaður/iðkandi farið inn á vefverslunina og greitt reikninginn undir ÓGREITT hnappnum eða farið í Reikningar og greiða. Einnig getur foreldrinn/iðkandinn farið í appið og í ógreitt þar (Sjá grein Hvernig á að greiða fyrir forskráðan iðkanda)

Greitt með peningum eða millifærslu - Skrá greitt í kerfið


Þið fylgið sömu skrefum og eru hér að ofan nema þið smellið á skoða reikning í staðinn fyrir Breyta upphæð/afsláttur


Smellið svo á þrjá punktana við hliðina á í bið og veljið stofna færslu


Veljið svo cash payment og setjið inn upphæðina og bætið við upplýsingum og smellið svo á bæta við færslu. 

Nú er viðkomandi aðili skráður með greitt í kerfinu