Við höfum bætt við mikilvægum eiginleika í stjórnendasýn Sportabler að geta flutt út skjöl með upplýsingum um flokka eða heilu félögin sem er hægt að afhenda viðbragðsaðilum ef þörf er á.


1. Fara í Stjórnendaviðmótið (admin) viðmótið

2. Velja Deild

3. Velja 1 eða 2 flokka

4. Fara í "Annað" Hlaða niður í Excel 


Bæði er hægt að sækja heilt félag en einnig einstaka flokka en í skjalinu eru allar nauðsynlegar upplýsingar.

Það hefur nú þegar sannað gildi sitt er smit kom upp í félagi og að geta sótt þennan lista og afhent smitrakningarteyminu á augabragði flýtti mikið fyrir allri vinnu.