Hægt er að búa til viðburði fyrir mismunandi flokka/aldurshópa í gegnum stjórnendasíðuna (sjá myndband neðst).


Fyrsta skrefið er að smella á deildina og síðan viðburðir. Þá er hægt að smella á ,,stofna viðburð''.




Þegar smellt er á stofna þá birtast margir möguleikar.
Hægt er að bæta við meðlim, stofna þjálfara, stofna æfingu, stofna æfingaáætlun, stofna leik og stofna viðburð.


Í þessu dæmi er stofnaður viðburður fyrir marga mismunandi flokka innan félagsins. Byrjað er á því að velja flokk sem við á og smellt er á flokkinn.




Í kjölfarið opnast þessi gluggi þar sem þú getur valið alla þá flokka sem þú vilt innan félagsins.
Í þessu dæmi er 5.fl.kv og u10 flokkarnir valdir á þennan viðburð en að sjálfsögðu er hægt að velja fleiri.




Næsta skref er að fylla út allar nauðsynlegar upplýsingar og muna að velja réttu hópana innan þessara flokka. 


Hægt er að haka við gjald fyrir viðburð til að stofna greiðsluviðburð en þá er hægt að senda rukkun í gegnum appið.