MIKILVÆGT: 


  • Það tekur allt að tvo virka daga að fá greitt inn á viðtökureikning flokksins/félagsins frá færsluhirðinum
  • Við mælum því með alltaf með að stofna greiðsluviðburð tímanlega
  • Ekki nota ", $, % og samskonar tákn í nafni og lýsingu viðburðarins


Stofna greiðsluviðburð


Skref 1. Til að stofna greiðsluviðburð þarftu að hafa greiðsluréttindi. Félagið sér um að útdeilda greiðsluréttindum. Ef þú ert með greiðsluréttindi samkvæmt félaginu og það virkar ekki að stofna greiðsluviðburð er gott að prufa að skrá sig út og aftur inn til að virkja réttindin. 

Ef ekkert virkar þá biðjum við ykkur um að hafa samband í gylltu blöðruna lengst í hægra horninu niðri og við leysum málið með ykkur.


Skref 2. Til að stofna greiðsluviðburð er smellt á flokkinn sem um ræðir og því næst er smellt á örina við hjá viðburðir og þar er smellt á stofna viðburð.




Skref 3. Þegar smellt er á stofna viðburð opnast þetta form og í því formi hakið þið við "gjald fyrir viðburð"



Skref 4. Fylla út í formið


Skref 5. Þegar smellt er á stofna viðburð fer greiðsluviðburðinn efst í dagskrána hjá viðkomandi hóp vegna þess að hakað er í Pinna efst í dagskrá. Þegar foreldri er búinn að greiða þá dettur viðburðurinn á réttan stað í dagskránni. Ef foreldri velur mæti ekki þá hverfur viðburðurinn úr dagskránni.





Sjá meira um Abler pay 

 Greiðslufrestur og áminningar

 Endurgreiðslur

 Setja inneign á einstaka aðila

 Breyta upphæð/afslátt á einstaka aðila

 Stofna undirhóp út frá greiðsluviðburði