Þegar iðkandi hefur verið forskráður þá stofnast reikningur fyrir æfingagjöldum á viðkomandi iðkanda eða aðstandenda eftir því sem við á. 

Það er hægt að greiða reikninginn bæði í gegnum vafra í tölvu eða í Abler appinu eins og sjá má neðar á þessari síðu.


Í appi
1. Smelltu á prófílinn þinn lengst til hægri og farðu í reikninga 

2. Finnur reikninginn sem þú vilt greiða

3. Velur greiðslumáta eftir því sem við á

  • Ef valið er frístundastyrk velur þú upphæðina sem þú vilt ráðstafa og velur síðan greiðslumáta á eftirstöðvum gjalda ef það á við.





Með því að smella á körfuna getur þú séð heildar upphæð æfingagjalda, eins koma afslættir inn í körfuna. Athugið að ráðstöfunarupphæð styrks má ekki vera hærri en æfingagjöldin sjálf.







Í Tölvu: 

1. Innskrá mig á www.abler.io/shop/

2. Smella á Þú átt ógreidda reikninga efst í hægra horninu 

3. Velur hvort þú vilt ráðstafa frístundastyrk eða ekki

4. Velja greiðslumáta á eftirstöðvum gjalda








Aðstoð

Ef ykkur vantar aðstoða eða hafið spurningar þá bendum við á þjónustuver Abler.



Tengdar greinar: 

Hvar sé ég kvittanir, reikninga og áskriftir?


Leitarorð: Greiðslur, frístundastyrkur, ógreiddur reikningur.