Það eru tvær leiðir til að nálgast kvittanir og sjá áskriftir
Í appinu
Lengst niðri til hægri sjáið þið 3 láréttar línur og smellið á þær. Á "Mitt svæði" er hægt að skoða stillingar, áskriftir, kvittanir og það sem er ógreitt.
Í vafra(tölvu)
Farið í vafra og inn á www.sportabler.com/shop eða inn á www.sportabler.com/shop/"nafnfelags"
Skráið ykkur inn efst í hægra horninu. Þegar búið er að skrá sig inn er hægt að smella á Mínar síður efst í hægra horninu.
Hægt er að niðurhala kvittunum í PDF formi ef smellt er á reikningar.