Bjóða forráðamanni


Ef iðkandi er skráður í félagið þitt þá getur þú boðið forráðamanni að tengjast iðkanda.


Sjá mínútu 1:00 í myndbandi.
1. Smellt er á leitarbarinn efst í Sportabler og kennitala eða nafn iðkanda stimplað inn og ýtt á enter.


2. Næsta skref er að smella á hringinn við hliðina á iðkandanum og velja stofna og þar bjóða forráðamanni. 
Næst þarf að fylla út netfang forráðamanns og velja stofna.Gleymt lykilorð


Sjá myndband:

Í þessu dæmi er Eiður Darri búinn að gleyma lykilorðinu og fær ekki tölvupóst til að stofna nýtt lykilorð þegar hann reynir það sjálfur. Ég stimpla hann í leitinni eftir fullu nafni en einnig er hægt að stimpla inn netfang eða kennitölu

Ég sé að netfangið er rétt og smelli því á hringinn lengst til vinstri við hliðina á nafninu og fer í annað lengst til hægri og vel þar endursetja lykilorð. Hægt er að senda tölvupóst eða SMS. Ef þið kjósið að senda tölvupóst þá er möguleiki að pósturinn endi í spam, trash eða junk en sms-ið ætti berast strax. 

ATH. þetta getur líka gerst þegar foreldrar/iðkendur reyna að nýskrá sig í kerfið en fá ekki staðfestingarpóst en þá dugar fyrir ykkur að fletta þeim upp og endursetja lykilorð.Ef aðeins einn foreldri er með aðgang en iðkandinn eða annar foreldri óskar eftir aðgangi.


Í þessu dæmi eru foreldrar Heimis Loga með aðgang en hann er búinn að óska eftir aðgangi til að geta fylgst með sjálfur. 
ATH þetta á bara við þá sem eru ekki með aðgang nú þegar
Hann getur farið á www.sportabler.com/signup og stimplað inn kóða námskeiðs eða sótt appið og skráð kóðann þar inni. Kóðinn sem er notaður er undir flokknum. Smellt er t.d á fótbolti og fótb. 4.fl.ka og þar er kóðinn. 

Sjá mynd.

Iðkandi hættur en fær áfram skilaboð 


Ef iðkandi er hættur og fær áfram skilaboð í gegnum spjallið á Sportabler þrátt fyrir að þið séuð búin að fjarlægja hann úr flokknum, þá eru eftirfarandi leiðir í boði. 
ATH hér að neðan eru útskýringar hvernig þetta er gert en þetta geta þjálfarar gert ásamt því að foreldrar/iðkendur geta gert þetta sjálfir líka sín megin. 

Fjarlægja iðkanda úr spjalli í appinu (Foreldar/iðkendur gera þetta svona sjálfir)

 

 

 

 

 

Fjarlægja iðkanda úr spjalli í tölvu (Þjálfarar geta gert þetta)