Þegar námskeið eru stofnuð, er hægt að hengja á þau afsláttarprófíla. Við kaup á þeim námskeiðum sem tengd eru afsláttarprófílum verða til afsláttamiðar ("kúponar") sem eru sjálfvirkt virkjaðir við næstu kaup hjá notendum.


M.ö.o. Við Kaup 1 verður til afsláttarmiði sem er svo notaður við Kaup 2. 


Mismuandi skilyrði er hægt að setja á afsláttarprófíla (t.d. á milli deilda, á fjölskyldu, systkin, "combine amounts" osfrv.) - farið er yfir það hér að neðan. 


Dæmi um hvernig þetta lítur út hjá notanda í vefverslun:

 


Stofnun á afsláttar prófíl


Sjá myndband:




Til að stofna afsláttarprófíl þá smellir þú á greiðslur og ferð í afsláttarmiðar og þar í skoða afsláttarprófíl og velur svo stofna og þar undir bæta við afsláttarprófíl


Sjá mynd.




ATH. Afslátturinn virkjast ekki aftur í tímann. Það þýðir að ef prófíll er hengdur á þjónustu eftir að forráðamaður er búinn að kaupa þá virkjast ekki afslátturinn. Ef þessi staða kemur upp þá er hægt að forskrá iðkanda með afslætti: Sjá Forskrá iðkanda m/afslætti


Name / Nafn

Nafn afsláttar prófíls. Þetta nafn er sýnilegt notanda við kaup á þjónustu. Dæmi um nafn er “Systkinaafsláttur” og “Fjölgreinaafsláttur”.


Description / Lýsing

Stutt lýsing á afsláttar prófíl. ATH þetta er ekki sýnilegt notanda.


Type / Tegund
Hægt er að velja um 3 mismunandi tegundir afslátta. 

  • Systkina / Sibling: Systkin fá kúpon sem þau geta notað við kaup. Notast er við fjölskyldutengsl í þjóðskrá.

  • Fjölskyldu / Family: Öll fjölskyldan fær kúpon sem þau geta notað við kaup. Notast er við fjölskyldutengsl í þjóðskrá. Ath, einstaklingar 18 ára og eldri hafa sér fjölskyldunúmer og fá ekki kúpon þó þau búi að sama heimili.

  • Einstaklings / Personal: Sami einstaklingur fær kúpon.


ATH: Fjölskylduafsláttur (þ.m.t systkinaafsláttur) er skilyrtur við sömu fjölskyldukennitölu í þjóðskrá (lögheimili skv. þjóðskrá). 


Limitation / Takmörkun

Hægt er að takmarka notkun kúpona við kaup. Tegundir takmarkana eru:

  • Engin / None: Kúpon virkar á öllum námskeiðum / iðkendagjöldum.

  • Innan deildar / Same Sport: Kúpon virkar eingöngu innan sömu deildar og námskeið sem var keypt t.d bara innan fótboltans.

  • Fjöldeilda / Multi Sport: Kúpon virkar í öðrum deildum en þeirri sem námskeiðið var keypt í.

  • Fjölnámskeiða / Multi Services: Kúpon virkar í öðrum námskeiðum/iðkendagjöldum en því sem keypt var.


Value / Upphæð

Afsláttur í prósentum.


(ef EKKI hakað við) Combine Amounts of Purchases 

Ef ekki hakað, þá er afsláttur eingöngu reiknaður af því námskeiði sem notandinn er að kaupa þegar afsláttarmiðinn er nýttur, þá reiknast afsláttur af seinni kaupum og getur því verið munur á krónutölu eftir því hvort fyrri kaup eru dýrari eða ódýrari (hagstæðara er fyrir kaupendann að kaupa dýrara námskeiðið í seinni kaupum, en þá er afslátturinn notaður á þau kaup).


(Hakað við) Combine Amounts of Purchases / Vegið meðaltal kaupa

Ef hakað, þá er afsláttur reiknaður sem vegið meðaltal af síðustu og núverandi kaupum án afsláttar. (m.ö.o upphæðir kaupa eru lagðar saman og meðaltal tekið af 2 kaupum)


Dæmi:

Afsláttur við Kaup1 = 0

Afsláttur við Kaup2 = (Kaup1 án afsláttar + Kaup2 ánafsláttar) / 2 * afsláttarprósenta. 

Afsláttur við Kaup3 = (Kaup 2 án afsláttar + Kaup3 án afsláttar) / 2 * afsláttarprósenta.  

Afsláttur við Kaup4 = (Kaup 3 án afsláttar + Kaup4 án afsláttar) / 2 * afsláttarprósenta. 


Dæmi:

T.d. Ef afsláttur er 10%, og reikningur 1 upphæð er 50.000, reikningur 2 upphæð er 10.000 og reikningur 3 upphæð 30.000, verður afslátturinn reiknaður eftirfarandi: 

Kaup1 = 0

Kaup2 = (50.000 + 10.000) / 2 * 10% = 3.000

Kaup3 = (10.000 + 30.000) / 2 * 10% = 2.000


ATH: Það skiptir ekki máli hvor kaupin eru framkvæmd á undan við kaup2. Afsláttur er sá sami því það er reiknað vegið meðaltal af báðum kaupum. Við kaup 3 er síðan afsláttur reiknaður af reikning 2 og reikning 3 og því getur verið munur á afslætti eftir því hvort var greitt á undan. Greiðandi fær því meiri afslátt með því að greiða hærri upphæðina seinna, þ.e.a.s þetta á við ef hann kaupir 3 þjónustur sem falla undir afslættina. Ef hann kaupir aðeins 2 þjónustur þá skiptir það ekki máli. 


Hér er einnig excel skjal þar sem hægt er að prófa sig áfram hvernig afslættir reiknast




Coupons issued from / Útgáfa kúpona hefst

Dagsetning hvenær kerfið byrjar á að stofna kúpona við kaup. 


Coupons issued end / Útgáfa kúpona endar

Hvenær kerfið hættir að stofna kúpona við kaup


Coupons expire / Líftími kúpona

Í hvað marga daga það er hægt að nota kúpon áður en hann rennur út. Ath, líftími getur ekki verið lengri en gildistími (sjá að neðan) og er sjálfvirkt stilltur með t.t  þess þegar kúpon er búinn til. Sem dæmi, ef kúpon er útgefinn daginn fyrir gildistíma þá er líftíminn bara 1 dagur þó hann sé skilgreindur sem 90 dagar.


Gildistími

Hvenær allir kúponar sem stofnaðir hafa verið renna út. 


Hengja afsláttarprófíl við þjónustu/námskeið

Í þessari grein eru leiðbeiningar hvernig afsláttarprófíll er hengdur á þjónustu: Hengja afsláttarprófil við þjónustu


 

Dæmi um systkinaafsláttar prófíl

Fyrsta barn greiðir fullt verð, en systkin fá 10% afslátt.


Dæmi um Fjölgreina afslátt

Hér greiðir barn fullt gjald við fyrstu kaup, en fær 15% afslátt af æfingagjöldum við greiðslu æfingagjalda í annari deild.




Dæmi um Fjölnámskeiða afslátt

Hér greiðir barn fullt gjald fyrir fyrsta námskeið en fær 30% afslátt af öðru námskeiði.




Virkjun afsláttar í námskeiðum

Til að virkja afslætti þarf að hengja þá á námskeið. Það er gert með því að fara í þjónustuna og velja afsláttar prófíl, einn eða fleiri. 




Forskrá iðkanda með afslátt

Sjá grein: Forskráning iðkanda með afslætti