1. Opna verður Sportabler admin megin.

Til að hoppa á milli þjálfara sýnar og admin kerfisins þarf að ýta á „Skipta í Stjórnenda HQ“ efst í vinstra horninu.

2. Þá er hægt að smella á ,,Greiðslur í vinstri valmyndinni.




Þá opnast þessi síða með öllum reikningum sem hafa verið greiddir í félaginu í þessari viku.




Á þessari síðu er hægt að finna alla reikninga og sjá ýmsar upplýsingar um þá áður en þeir eru sóttir í excel

1. Leita eftir Reikningum,færslum eða fjárstreymi

Þegar notandi greiðir í Sportabler þá verður til reikningur. Það er líka hægt að forskrá notendur og þá verður til reikningur í bið þangað til að þeir borga. 
Hver reikningur á síðan margar færslur eftir því hvernig var greitt inná reikninginn. 
Dæmi um reikning væri þegar foreldri greiðir fyrir æfingargjöld með korti, frístundastyrk og systkinaafslætti. Þá verður til reikningur með 3 færslum, ein færsla fyrir hverja tengund af greiðslu.

Til dæmis ef mig vantar að vita hversu mikið var greitt með frístundastyrk þá leita ég eftir færslum eða ef mig vantar heildar upphæðina á öllum reikningum þá leita ég eftir reikningum.


Ef smellt er á fjárstreymi er auðvelt að sjá hvaða kortafærslur og greiðsluseðlar eru í vanskilum.


2. Leita eftir dagsetningu

Hérna er hægt að velja ákveðin tímabil, eftir því hvenær reikningur/færslan var stofnuð eða eftir dagsetningunum. 


3. Leita eftir ýmsum kröfum

Reikningur viðtakanda: Listi yfir alla virka reikninga í félaginu

Íþrótt: Listi yfir allar virkar íþróttir/deildir í félaginu

Notandi: Hérna er hægt að leita eftir ákveðnum notanda
Staða: Allir reikningar hafa stöðu og hérna er hægt að leita eftir stöðu

  • Greitt - Búið er að greiða reikninginn

  • Í bið - En verið að bíða eftir greiðslu frá notanda

  • Bakfært - Reikningur hefur verið bakfærður

  • Bakfærslu óskað - Forráðamaður eða iðkandi hefur óskað eftir endurgreiðslu eða ekki er hægt að endurgreiða allan reikninginn sjálfvirkt eins og til dæmis ef hluti af reikningnum var greiddur með frístundastyrk

  • Greiðsludreifing - Reikningur er í greiðsludreifingu

  • Skuldfærsla mistókst - Ein af færslunum í greiðslu dreifingunni mistókst


4. Neðst ef tafla yfir þá reikninga sem mæta leitarkröfunum.


5. Þegar búið er finna þá reikninga sem vantar þá er annað hvort hægt að sækja Reikningalista eða Færslulista fyrir þessa reikninga. 

Í reikningalistanum fá allir reikningar sér línu. 

Í færslulistanum fá allar færslur í reikning sína línu.

Það er gert með því að opna “Annað” og velja annað hvort “Hlaða niður reikningalista” eða “Hlaða niður færslulista”