Hægt er að skrá inneign á einstaka aðila fyrir greiðsluviðburði, t.d. ef iðkandi á inneign úr fjáröflun.


ATH. þið þurfið að framkvæma þessa aðgerð strax eftir að þið eruð búin að stofna viðburðinn.


Til þessa að skrá inneign á einstaka aðila þá fylgið þið eftirfarandi skrefum:


Í tölvu: (Sjá hvernig þetta er gert í gegnum app neðar)


1. Þegar búið er að stofna greiðsluviðburð þá smellið þið á viðburðinn og farið í greiðslur.

2. Smellið á greiðslur og finnið iðkandanna sem á að fá inneign. Næst smellið þið á kvittunarnúmerið.



3. Í kjölfarið opnast reikningur viðkomandi. Næst smellið þið á þrjá punktana við hliðina á skoða kvittun og veljið þar stofna færslu. Svo setjið þið inn upphæðina sem þau eiga inni í reitinn: upphæð



App: