Hvernig er fjárflæðið við endurgreiðslu/bakfærslu í Shop og AblerPay?


Þegar bakfært er í Sportabler þá fer staða félagsins hjá færsluhirði (kortaþjónustunni) í mínus, greiðslan berst inn á kort greiðanda og tekur yfirleitt ekki meira en 2 virka daga að berast (getur liðið allt að 10 dagar, fer eftir tegund korts). 


Dæmi um fjárflæði við endurgreiðslu:

Iðkandi/foreldri greiðir 5.000kr.

Færslugjöld eru t.d. 99kr + 1% per færslu (færslugjöld renna til færsluhirðis, visa/mastercard og Sportabler). 


  1. Foreldri greiðir 5.000kr fyrir viðburð, þar af eru færslugjöld 149kr. (99kr + 1% af upphæð). 

  2. Inn á reikning félags millifærist 4.851 

  3. Bakfært er 5.000kr (upphæð með færslugjöldum)

  4. Staða hjá félagi fer í -5.000kr. Sem er þá leiðrétt (nettast út) næst þegar einhver greiðir inn á reikning félagsins. Það má því segja að þangað til að næsti aðili greiðir er KORTA (færsluhirðirinn) að lána félaginu fyrir þessum 5.000kr, því ekki er hægt að taka beint fjárhæðir útaf reikning félagsins. Við smærri endurgreiðslur er þetta í lagi, en þegar um stórar endurgreiðlsur er að ræða þá er farið fram á neðangreint verklag (stórar endurgreiðslur/Bakfærslur). 


Til frekari upplýsinga: Ekki er hægt að endurgreiða færslugjöldin, enda búið að veita þá þjónustu. En ekki er tekið gjald fyrir endurgreiðslu/bakfærslu.Sé neikvæð staða hjá félagi ekki leiðrétt yfir lengri tíma getur komið til þess að KORTA stöðvi greiðslur til félags þangað til að sú staða hefur verið leiðrétt. 


Verklag: Stórar endurgreiðslur / bakfærslur - “Fjölda- bakfærslur”

Þegar verið er að endurgreiða/bakfæra fyrir marga einstaklinga, t.d. ef mót fellur niður, þá er verklagið eftirfarandi. 


Dæmi um fjölda-bakfærslur

  1. Taka saman heildarupphæð endurgreiðslu: Fjöldi x Upphæð sem var greitt af foreldra/iðkanda, t.d 55 iðkendur x 5.000kr. = 275.000kr.

  2. Millifæra þessa upphæð inn á reikning Korta hf. (Rapyd) 701-26-714, Kt: 430602-3650

    1. Setja í skýringu nafn viðtöku-reiknings (vinnuheit reiknings sem þú varst að endurgreiða útaf, yfirleitt Nafn félags - íþrótt - flokkur)

  3. Senda kvittun í tölvupósti á settlements@korta.is og pay@sportabler.com