Í Sportabler er hægt að stýra hvaða aðgang starfsmaður hefur.


Hægt er að vera með: 


  • Stjórnendaréttindi og greiðsluréttindi (stjórnendur félags sem þurfa yfirsýn yfir allt félagið)
  • Greiðsluréttindi (t.d þjálfari sem þarf að rukka fyrir mót í gegnum Abler Pay)
  • Stjórnendaréttindi (t.d yfirþjálfari sem má ekki sjá greiðslur)
  • Bókararéttindi (sér ,,bókhald flipann undir ,,Greiðslur''. Bókari getur bunkað, stillt bókhaldslykla og sótt bókhaldsgögn)


Stjórnenda, greiðslu og bókararéttindi


Að vera með þessi réttindi þýðir að þú getur sýslað með greiðslur og haft yfirsýn yfir allt félagið eða deildina.




Stjórnendaréttindi yfir deild


1. Ef starfsmaður á að vera með svona réttindi yfir einni deild þá er smellt á deildina og svo ,,Breyta deild''. Þá opnast gluggi þar sem hægt er að ýta á ,,Stjórnendur'' og þá er hægt að gefa viðkomandi réttindi með því að setja inn netfangið hans og velja þau réttindi sem hann á að hafa. 


Þegar búið er að gefa viðkomandi réttindin sem hann á að hafa þá þarf hann að skrá sig út og aftur inn til þess að það virki.








Hér er þessi starfsmaður að fá bæði Admin og Greiðslu réttindi. Svo þarf að ýta á ,,Stofna admin''




2. Stjórnendaréttindi yfir félagi




Fyrsta skref er að smella á félagið sjálft og svo ,,Breyta félagi''. Þá opnast svipaður gluggi og í deildinni en er gert það sama (ýtt á ,,Stjórnendur'', skrifað netfangið hjá starfsmanninum og gefið honum réttindi)