1.Fyrsta skref er að fara í leitarstikuna efst uppi. Hægt er að stimpla inn nafn, netfang eða kennitölu iðkanda sem á að fá endurgreitt. ATH leitið af iðkandanum ekki forráðamanni. 


Næst smellið þið á upphafstafina eða myndina við hliðina á nafni iðkandans.




2.  Í kjölfarið opnast þessi sýn og þar er smellt á reikningar.




3. Næst leitið þið eftir reikningnum sem viðkomandi vill fá endurgreitt. Í þessu tilviki er það æfingagjöld 4.flokkur karla og ég smelli á kvittunarnúmerið til að komast inn í reikninginn.




4.  Nú opnast reikningurinn og mikilvægt er að skoða hvernig reikningurinn var greiddur. Ég sé strax að þetta er greiðsludreifing þar sem ég sé að ein færsla hefur verið greidd og næstu tvær færslur eru í bið. Einnig sé ég greiðsludreifing - skoða kvittun.

 



5. Í þessu dæmi er búið að greiða 166 kr af 500 kr og ég vil halda eftir 166 kr en stöðva framtíðargreiðslur. Ég smelli því næst á þrjá punktana í færslulínunum sem er í bið og vel þar hætta við færslu.




6. Þegar þessu er lokið þá fer reikningurinn í bið. Til að ganga frá reiknningnum og merkja hann greiddan þá er smellt á þrjá punktana við hliðina á í bið - skoða kvittun og valið stofna færslu. 




7. Næst er valið afsláttur og sett inn upphæðina sem vantar upp á. Í þessu dæmi er það 334 kr. Upphæð eftir inneign verður alltaf að vera 0 kr til að loka reikningnum.




8. Nú er reikningurinn greiddur og búið að ganga rétt frá reikningnum.