Nú er hægt að stofna marga greiðsluseðla í einu með nokkrum smellum.


Það er hægt að fara tvær leiðir.


Leið nr 1 er ef það á að senda greiðsluseðla á alla ógreidda í einhverju einu námskeiði.


Leið nr 2 er að smella á greiðslur flipann í vinstri stikunni og sía út það sem er ógreitt þar undir.


Leið 1


1. Smellt er á þjónustyfirlit í vinstri stikunni og svo finnið námskeiðið. Þegar þið finnið námskeiðið þá smellið þið á rauðu töluna undir ógreitt. 

Í þessu dæmi er það námskeiðið discount test og ég sé að það eru 4 ógreiddir og smelli því á töluna 4.




2.  Nú opnast gluggi þar sem ég sé þessa fjóra einstaklinga sem eiga eftir að greiða. Ég smelli á hringinn við hliðina á nafninu þeirra og fer í breyta og vel stofna greiðsluseðil.




3. Næst opnast gluggi þar sem þið veljið:


  • Auðkenni greiðsluseðils
  • Gjalddagi/Eindagi
  • Number of payments: Ef einn er valinn þá er sendur einn greiðsluseðill en ef valið er t.d þrír þá eru sendir þrír greiðsluseðlar
  • Greiðandi: Ef iðkandi er undir 18 ára þá stofnast greiðsluseðilinn á forráðamann viðkomandi. Ef iðkandi er 18 ára eða eldri stofnast greiðsluseðillinn á hann sjálfan. Það er einnig mögulegt að breyta um greiðenda með því að velja úr fellilista eða slá inn kennitölu, ef enginn greiðandi er til staðar þá þarf að slá inn kennitölu greiðenda.




Þegar búið er að fylla allt rétt út er smellt á Stofna.



Leið 2


1. Smellt er á "greiðslur" flipann í vinstri stikunni. Svo er valið reikningar, rétt tímabil og svo smellt á síur.




2. Þegar smellt er á síur þá opnast þessi valmynd. Þar er hægt að leita niðrá deild, þjónustu og stöðu. Mikilvægt er að velja staða: ógreitt.S vo er smellt á leita.




3. Nú opnast gluggi þar sem allir ógreiddir birtast í námskeiðinu discount test. Til að senda á greiðsluseðla alla í einu er smellt á hringinn og valið breyta og stofna greiðsluseðil.




4.  Næst opnast gluggi þar sem þið veljið:


  • Auðkenni greiðsluseðils
  • Gjalddagi/Eindagi
  • Number of payments: Ef einn er valinn þá er sendur einn greiðsluseðill en ef valið er t.d þrír þá eru sendir þrír greiðsluseðlar
  • Greiðandi: Ef iðkandi er undir 18 ára þá stofnast greiðsluseðilinn á forráðamann viðkomandi. Ef iðkandi er 18 ára eða eldri stofnast greiðsluseðillinn á hann sjálfan. Það er einnig mögulegt að breyta um greiðenda með því að velja úr fellilista eða slá inn kennitölu, ef enginn greiðandi er til staðar þá þarf að slá inn kennitölu greiðenda.