Abler Pay léttir lífið

Abler Pay er líkega besta lausnin til að taka við skráningum / greiðslum fyrir t.d. mót, skemmtikvöld, rútuferðir osfrv. Þúsundir iðkenda og foreldra nýta sér lausnina í hverri viku og auðvelda þar með fjárumsýslu í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi. 

 

Hverjir eru helstu notendur Abler Pay

  • Þeir sem kalla eftir greiðslum/skráningum oft eru það þjálfarar, gjaldkerar eða stjórnendur félaga

  • Þeir sem greiða t.d. iðkendur og foreldrar

p.s. við erum svo með aðra lausn (Abler SHOP) fyrir æfinga- og meðlimagjöld sem er sérsniðin að því

 

 

Hvernig léttir Abler Pay lífið í þínu starfi?

  • Auðvelt að greiða!

  • Sjálfvirkar áminningar fyrir fólk að skrá sig/greiða (óþarfi að reka á eftir fólki)

  • Skýrt hver er búin(n) að greiða skrá sig (þarf ekki lengur að para saman millifærslur)

  • Hægt að gefa gjaldkera/þjálfara aðgang - skrifstofa hefur yfirsýn og getur fylgst með og framkvæmt aðgerðir ef þess þarf (auðveld samvinna og allt aðgangsstýrt)

  • Hægt að stýra greiðslum inn á mismunandi reikninga einstaklinga eða félags (aðgangsstýrt)

  • Endurgreiðslur hægt að framkvæma með einum smelli, fyrir þá sem hafa heimildir til þess (hefur sparað félögum vikur í vinnu þegar mót féllu niður og það þurfti að endurgreiða stórum hópi)

  • 100% gagnsæi og rekjanleiki (allt upp á borðum og almenn fagmennnska í fjársýslu) 

  • Hægt að taka út reikninga og færslulista fyrir bókhald (meira að segja hægt að setja bókhaldslykla)

 

Sjá hvernig á að nota Abler pay:

 

Stofna greiðsluviðburð 

Greiðslufrestur og áminningar

Endurgreiðslur

Setja inneign á einstaka aðila

Breyta upphæð/afslátt á einstaka aðila

Stofna undirhóp út frá greiðsluviðburði