Hvenær verður Nóra kerfinu lokað?

  • 31. ágúst 2022


Hvernig byrja ég?

  • Þið sendið Sportabler tölvupóst á netfangið sportabler@sportabler.com um að þið þurfið að fá aðgang að kerfinu. Sportabler biður um ákveðnar upplýsingar og stofnar síðan félagið í kerfinu, gefur þér svo aðgang að því og nánari upplýsingar um kerfið.


Hvernig skrái ég mig inn á Sportabler? Er ég sjálfkrafa komin með aðgang að Sportabler?

  • Ef þú ert ekki með Sportabler aðgang: Þá hefur þú fengið tölvupóst á þetta netfang um að búa til nýtt lykilorð, í einhverjum tilfellum gæti tölvupósturinn hafa lent í “spam/junk”. Þú getur alltaf leitað að “Sportabler” í pósthólfinu þínu. Ef þú finnur ekki þennan tölvupóst komdu þá í þjónustuspjallið.


  • Ef þú ert þegar með Sportabler aðgang á tölvupóstfanginu sem var á skrá hjá okkur T.d. vegna þess að þú ert foreldri iðkenda hjá öðru félagi þá færðu ekki tölvupóst um að búa til nýtt lykilorð, en þá höfum við bætt við stjórnendaréttindum á aðganginn þinn fyrir félagið þitt.


  • Þú ferð síðan á www.sportabler.com og innskráir þig, nú ertu komin(n) inn í kerfið. Notendanafnið er tölvupóstfangið og þú notar lykilorðið sem þú bjóst til í skrefinu á undan eða átt til eftir því sem við á.


Hvaða tengingar er búið að setja upp fyrir mig á Sportabler?

  • Frístundastyrks- og greiðsluseðlatengingar er tilbúnar fyrir þitt félag í Sportabler. Hægt er að sækja um greiðslukortateningu fyrir þitt félag með því að senda tölvupóst á pay@sportabler.com


Hvar get ég lært að nota Sportabler?


Hvað verður um söluvefinn minn?


Hvað verður um gögnin í Nóra?

  • Gögn úr Nóra verða aðgengileg fram að áramótum en eftir það þá verður þeim eytt.


Hvernig aðgang er ég með og er eitthvað annað í boði?


  • Ef þú hefur áhuga á að vera m.a. með eigin vefverslun, merki og hafa sér Sportabler aðgang fyrir fyrirtækið þitt þá nefnir þú það við okkur og við gefum þér fleiri upplýsingar varðandi það.