(Abler Shop, Skráningar- og meðlimakerfi)


Nú er verið að loka Nóra og Abler Shop tekið við því hlutverki. Í þessu minnisblaði er farið yfir endurgjald fyrir þjónustu og færslugjöldin í Abler Shop. Útreikningar sem sýna m.a. muninn á kortafærslugjöldum á milli kerfanna. Vísað er í töflu og heimildir hér að neðan fyrir forsendur og útreikninga.


Varðandi færslugjöld þá er gjaldskráin eftirfarandi (sjá nánar neðar)

Abler Shop (Æfingagjöld): Kort: 290 kr + 1%, Greiðsluseðill 390kr seðilgjald (greitt af greiðanda), frístundastyrkur 0 kr., Annað 0 kr. (millifærslur, afslættir, reiðufé). Niðurfellingargjald á greiðsluseðlum er 290 krónur. 

Abler Pay (Mótagjöld og slíkt): Kort: 99 kr + 1%, Annað 0 kr. (millifærslur, afslættir, reiðufé).



Samantekt fyrir félög sem eru að skipta úr Nóra í Abler Shop: 

Meðal æfingagjald “Blandaðs fjölgreinfélag” þyrfti að hækka úr 150.000 kr í 150.521 kr ef virðisaukning við breytinguna er 0 kr. (auknar tekjur / lægri kostnaður við að skipta úr Nóra í Sportabler). Öll virðisaukning lækkar þessar 521 kr og er í raun langt um meiri að mati margra viðskiptavina okkar. Forsendur eru unnar úr gagnagrunni Sportabler og Nóra, og má sjá í töflu 1 hér að neðan.    



Spurningar og svör (stutt með útreikningum)


Afhverju eru færslugjöld á kort hærri í Abler en Nóra

Ástæðan fyrir því er sú að teymið á bakvið þróunina og þjónusta á bakvið kerfið er margfalt stærra, virkni kerfisins er umfangsmeiri, og kerfið er og verður í stöðugri þróun fyrir okkar viðskiptavini.

 

Hvað þarf meðal æfingagjald (allar greiðsluleiðir) að hækka mikið til að mæta þessari breytingu?

Fyrir blandað fjölgreinafélag m.v. neðangreindar forsendur (sjá töflu) þyrfti meðal æfingagjald að hækka um 521 kr eða 0,35% í eitt skipti til að mæta þessari breytingu. Meðal æfingagjald 150 þús. Meðal greiðsludreifing er 5,1 skipti og 42% af veltu greitt með korti.

 

Hvaða áhrif hefur þessi breyting á æfingagjöld félags?

“Blandað fjölgreinafélag” með meðal æfingagjald að upphæð 150.000 kr þyrfti að hækka æfingagjöld úr 150.000kr á ári í 150.521 kr á ári. Eða æfingagjöld haldast óbreytt og 521 kr meira af gjaldinu fer í kostnað af hverju æfingagjaldi.

 

Hver er breytingin fyrir heilt félag með 1.500 iðkendur?

Breyting á ársgrundvelli fyrir félag með 1.500 iðkendur m.v. neðangreindar forsendur yrði 781.843 kr. á ári eða 65 þús.kr. á mánuði fyrir allt félagið.

 

Hvað þarf að innheimta mörg æfingagjöld til viðbótar á ári til að eiga fyrir þessari hækkun?

“Blandað fjölgreinafélag” þyrfti að innheimta 4,2 fleiri æfingagjöld, sem gerir 5.2x150.000 kr = 780.000 kr. Félagið þyrfti að geta þjónustað a.m.k. 5,2 fleiri iðkendur til þess að ná upp í þessa kostnaðarbreytingu. 5,2 / 1.500 = 0.35% af heildar iðkendafjölda (nýliðun eða minna brottfall)


Hvernig er þessi 521 kr breyting reiknuð (sjá töflu til stuðnings).

“Blandað fjölgreinafélag” er með meðal æfingagjald 150þús. Meðalgreiðsludreifing er 5,1x. Heildarfærslugjöld m.v. verðskrá Abler Shop eru 2.979 kr. (150þús x 1% + 290kr x 5,1). Meðal félag í Nóra árið 2021 var með 1.15% í kortafærslugjöld[2] og hefðu því sambærileg færslugjöld í Nóra verið 1.752 kr þannig að munurinn á hvert æfingagjald er 1.254 kr sem greitt er alfarið (100%) með korti. 41,6% af veltu er greidd með korti (annað er aðrar greiðsluleiðir) og því er meðal munurinn á meðalæfingagjald 521kr (41,6% af 1.254 kr).

  

Ef ég vil áætla heildar færslugjöld, líka þau sem þú greiddir áður í Nóra. Hvað þarf ég að gera ráð fyrir færslugjöldum óháð greiðslumáta? (M.v. þá greiðslumáta sem eru í boði hjá Sportabler í dag).

Fyrir “Blandað fjölgreinafélag” má áætla meðal kostnað við færslugjöld per æfingagjald sé: 1.238kr. (42% af 2.979 kr) M.ö.o. allt umfram það ætti að skila sér til félagsins. Þessi útreikningur er m.v. þær forsendur sem gefnar eru í töflunni hér að neðan. Hafa ber í huga að upphæð æfingagjalds er misjöfn eftir deildum og fjölda greiðsludreifinga er að jafnaði hærri hjá æfingagjöldum sem eru hærri t.d. fimleikum. Breytingar á þessum hlutföllum hafa áhrif á útreikninga.


Hvernig fæ ég þennan kostnað til baka?

Færslukostnaður er jafnan almennur kostnaður við að notast við rafræna greiðslumiðlun.

Með skilvirkara kerfi og skilvirkari innheimtu aukast tekjur og tími sem hægt er að nota í önnur störf. Best fyrir alla er ef hægt er að nýta tímann og orkuna sem sparast við það að fjölga iðkendum, bæta þjónustuna og láta tæknina vinna fyrir þig, sbr. í dæminu hér að ofan, ef þú innheimtir 5,2 fleiri æfingagjöld þá ertu komin upp í kostnaðinn allt annað er aukið hagrænt virði.




Ég vil draga úr færslugjaldakostnaði, hvernig geri ég það?

Ein leið er að draga úr fjölda greiðsludreifinga sem félagið heimilar (þið hafið fulla stjórn á því). Þá verða færslurnar færri og meira er borgað í einu. Meðalfjöldi greiðsludreifinga í Abler Shop er rúmlega 5,1 dreifingar[3]. Hafðu hugfast að meðal greiðsludreifingar eru þó hlutfallslega fleiri í greinum þar sem æfingagjöld eru hærri, t.d. í fimleikum. Önnur leið er að minnka hlutfall kortagreiðslna, þá eru fleiri seðlar sendir þar sem seðilgjald er greitt af greiðendum. Það má einnig benda á þann möguleika að millifæra, þá geta stjórnendur merkt handvirka færslu “greitt með millifærslu”, engin færslugjöld eru tengd því og sama á við um reiðufé. 

 

Við viljum þó benda á að margir viðskiptavinir vilja geta boðið upp á kortagreiðslur fyrir viðskiptavini sína. Kostur við kortagreiðslur eru að þær eru að jafnan skilvirk greiðsluleið og endurgreiðsluleið þegar fella á niður greiðslur eða hluta upphæðar. Í Abler Shop er hægt að endurgreiða inn á kort fyrir einn eða fleiri reikninga með nokkrum músasmellum - og er þá endurgreitt beint inn á kort greiðenda og fær viðkomandi tilkynningu um það í appinu. Þessu fylgja þægindi fyrir greiðendur og mikill tímasparnaður á skrifstofu við umsýslu og endurgreiðslur. 


 

Útreikningar




Skýringar á töflu: 

2.979 kr = (150.000 kr x 1%) + (290 kr x 5,1), 1.725 kr = 150.000 kr x 1,15%. 

1.254 kr = 2.979 kr - 1.725 kr., 521 kr = 1.254 kr x 42% (hlutfall sem greitt er með kort)

5,2 = 781.843 kr / 150.000 kr

Meðal greiðsludreifingar í Sportabler eftir íþróttagreinum: Boltagreinar (4,9), Fimleikar (6,2), Blandað félag (5,1). % (Úrtak 12 félög af höfuðborgasvæði og landsbyggðinni frá 1.ágúst 2020 - 1.sept 2022)

Meðal kortafærslugjöld í Nóra 1.15


Hlutfall greiðslumáta í Abler Shop er eftirfarandi:




Hlutfall frístundastyrkja er vanmetið hér þar sem hluti viðskiptavina Sportabler er með starfsemi sem er ekki tengd frístundastyrkjum og dregur því hlutfall frístundastyrks.[1]



Nánari spurningar og svör


Afhverju setti Sportabler fast gjald á kortafærslur?

 

1. Hlutdeild í færslugjöldum korta er mikilvægur tekjustofn fyrir Sportabler. Abler Shop er viðamikið kerfi og það er mikill kostnaður sem fylgir því að bæta, reka og þjónusta kerfið og notendur þess. Við höldum úti þjónustudeild og erum með kerfið í stöðugri þróun. Þeim mun þroskaðri sem við verðum og þeim mun fleiri viðskiptavini sem við fáum þá náum við aukinni stærðarhagkvæmni og getum boðið víðtækari þjónustu gegn lægra endurgjaldi.

 

2. 64%veltu (42% Kort + 22% Seðlar) skapa greiðslugjöld hjá íþróttafélögum, sjá að ofan. Hlutfallið innbyrðis 64% er því Greiðsluseðlar (35%) og Korta (65%). Óvissa ríkir um hlutfall greiðsluseðla í framtíðinni. Kortin eru einnig á margan hátt skilvirkari fyrir notendur (t.d. endurgreiðslur) og hafa oft á tíðum lægri vanskilakostnað. Við teljum því betra að geta haft samskonar tekjur af kortum eins og greiðsluseðlum svo við séum ekki háð því að félag keyri á greiðsluseðlum.



Hvert er viðskiptamódel Abler með Abler Shop?

Abler fær endurgjald fyrir sína þjónustu fyrir Abler Shop í gegnum áskriftartekjur og hlutdeild í færslugjöldum.

 

Markmiðið er að sem flestir geti nýtt sér Sportabler, því er mánaðarlegt áskriftagjald lágt og færslugjöld góð leið til að tengja endurgjald við stærð og umfang þeirrar þjónustu sem Abler er að veita.

Stærri viðskiptavinir hafa yfirleitt umfangsmeiri greiðslumiðlun og fleiri notendur (greiðendur) og þurfa því jafnan umfangsmeiri þjónustu. Ath. að Sportabler þjónustar ekki bara skrifstofuna heldur líka “viðskiptavini” félagsins m.a. í þjónustuverinu.



Hver er munurinn á gjaldskrá Abler Shop vs. Nóra?  

Eini munurinn er á færslugjöldum kortafærsla. Fasta gjaldið er hærra í Sportabler en % gjaldið var hærra í Nóra í mörgum tilfellum. Meðal félag í Nóra, var með 1.15% og var þá ekki tekið inn í hvað væri innifalið í því eða veitt á móti[2].




Hvaða virði hafa viðskiptavinir af Abler Shop?

Hagrænt virði af Abler Shop (sérstaklega með samlegðaráhrifum Abler Organiser) hefur verið margfalt það sem það kostar fyrir marga viðskiptavini.

   Skilvirkari innheimta (Foreldrar greiða hraðar og færri æfingagjöld falla á milli skips og bryggju)

   Meiri sala, betri þjónustu og notendaupplifun (Auðveldara fyrir notendur að kaupa og greiða).

   Tímasparnaður íþróttastjóra og skrifstofu (T.d. Beintenging skráningar við flokka, aukin yfirsýn, fjöldaendurgreiðslur, hægt að láta kerfið vinna fyrir sig)

   Þjónustur og þjónustuaðilar: Hitakort, Svæðisdagatal, Tenging við skilakerfi UMFÍ og ÍSÍ.

Auka: Lægri vanskilakostnaður. 

Að okkar mati er kerfið og þjónustan í kringum Abler mjög virðisaukandi þegar kerfið er nýtt og erum við stolt að fá að þjónusta hreyfinguna og fólkið í landinu í þeirra samfélagslega mikilvæga starfi.


Markmið okkar er að sameina hagsmuni ólíkra viðskiptavinahópa og finna fyrirkomulag sem er hagfellt og gengur fyrir alla aðila til lengri tíma litið. Ef þú kæri viðskiptavinur ert með betri tillögur eða ábendingar um það sem við getum gert betur til að þjónusta þig þá viljum gjarnan heyra frá þér. Best er að senda okkur tölvupóst á sportabler@sportabler.com eða hafa beint samband við þinn þjónustufulltrúa hjá okkur.


[1] Meðaltal úrtaks 7 stórra félaga. Íþróttafélögin voru í Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði og landsbyggðinni.


 [2] Við tókum gögn úr Nóra frá 2021 og greindum kortafærslur hjá 7 stórum íþróttafélögum. Meðal kortafærslugjöld þeirra í Nóra voru 1.15% (ath. Við vitum ekki hvort það væri eitthvað meira innifalið í þessum gjöldum eða hvort t.d. Auglýsingasamningar hafi verið á móti). Íþróttafélögin voru í Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði og landsbyggðinni.


[3] Meðalfjöldi greiðsludreifinga í Abler Shop frá 1.ágúst 2020-1.sept 2022. 12 íþróttafélög á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni.