Þú getur gefið barninu þínu Sportabler aðgang í gegnum appið. Hér fyrir neðan eru leiðbeiningar um hvernig á að framkvæma það.


Skref 1: Smellir á prófílinn þinn og svo á Sportabler merkið sem er hægra megin við nafn barnsins.

 

Skref 2: Þegar þú smellir á Sportabler merkið hjá barninu þá opnast svona gluggi. Þá setur þú inn netfangið hjá barninu og smellir á ,,Senda boð''.
Skref 3: Í kjölfarið þá fær barnið tölvupóst um nýskráningu.