Meðlimir geta farið í sjálfvirkt skráningarbann ef þeir skrá sig í tíma en mæta síðan ekki í tímann.


Til þess að virkja skráningarbannið þá þarf að haka við það þegar verið er að stofna tíma eða tímaáætlun.




Hversu langt viltu hafa skráningarbannið?


Hægt er að stilla hversu langt skráningarbannið á að vera með því að smella á nafn félagsins vinstra megin og svo ,,Breyta félagi'' hægra megin á skjánum




Þar er smellt á Framendar, valið hversu langt skráningarbannið á að vera og síðan smellt á uppfæra



ATH. Ef meðlimur hefur skráð sig í nokkra tíma í vikunni en lendir svo í skráningarbanni, þá hefur hann samt leyfi til þess að mæta í þá tíma sem hann var búinn að skrá sig í.


Þannig ef viðskiptavinur skráir sig t.d. í tíma fyrir mán, þrið, og miðvikudag. Hann mætir ekki í tímann á mánudaginn og lendir í skráningarbanni. Viðskiptavinurinn hefur þá samt sem áður leyfi til að mæta í tímann á þriðjudaginn og miðvikudaginn en getur einfaldlega ekki bókað sig í nýja tíma.