Í tölvu:


Til þess að segja upp endurnýjanlegri áskrift þá er farið inn á vefverslunina https://www.sportabler.com/shop/ og svo inn á Mínar síður




Smellt er á Áskriftir og þar sér maður yfirlit yfir allar áskriftir. Til þess að segja upp áskriftinni þá er smellt á rauða X-ið sem er hægra megin við heitið á áskriftinni. 




Þegar smellt er á rauða X-ið þá opnast svona gluggi og til þess að ljúka ferlinu þá er smellt á Staðfesta.




Þegar það er komið þá opnast gluggi þar sem stendur að uppsögn sé móttekin og nánari upplýsingar varðandi uppsögnina. 


 


Í síma:


1. Farið er inn á mitt svæði og smellt er á ,,Markaðstorg''.



2. Farið er inn á Mínar síður með því að smella á aðganginn uppi í hægra horninu.




3. Þar er smellt á ,,Áskriftir'' og þá er hægt að smella á rauða X-ið til þess að segja upp áskriftinni. 



4. Þá opnast svona gluggi og smellt er á ,,Staðfesta''.