Nú er komið að seinni bylgjunni eða þriðju bylgjunni af Covid eða hvað sem hún kallast? Við kjósum að kalla aðra bylgju Covid sem seinni bylgjuna, sem er hugtak sem margir kannast við úr boltagreinum. Bylgjan hófst fyrst á höfuðborgarsvæðinu og félögin þar þurftu að eiga við hana lengur en landsbyggðin - sem tók á móti henni af fullum krafti aðeins seinna.  


Liðsheild, hugtak sem iðkendur læra í gegnum öflugt íþróttastarf, er heild sem hægt er að skilgreina sem hóp með sameiginleg markmið og eru tilbúin til þess að gera allt sem þarf til að ná því marki. 
Það á vel við þessa dagana - við þurfum á því að halda að allir Íslendingar sýni sterka og öfluga liðsheild í þessari farsóttarbaráttu.


Við höfum bætt við mikilvægum eiginleika í stjórnandasýn Sportabler, að geta flutt út skjöl með upplýsingum um flokka eða heilu félögin sem er hægt að afhenda viðbragðsaðilum ef þörf er á.


Það hefur nú þegar sannað gildi sitt er smit kom upp í félagi og að geta sótt þennan lista með öllum nauðsynlegum upplýsingum og afhent smitrakningarteyminu á augabragði flýtt mikið fyrir allri vinnu.Í fyrstu bylgjunni í vor var stórkostlegt að sjá metnaðinn og eljusemina í þjálfurum og iðkendum þegar hefðbundið íþróttastarf lá niðri. Notkun Sportabler sló öll met, heimaæfingar, áskoranir, markmiðasetning og fleira fór fram og til baka milli þjálfara og iðkenda. 


Þegar starfið fór svo aftur af stað voru félögin snögg að skipuleggja starfið upp á nýtt og ná til allra. Meðalnotandi fór tæplega tvisvar á dag inn í appið og það sást vel síðastaliðna mánuði þegar félög þurftu að hópaskipta meira, fella niður viðburði eða því miður - upplýsa um smit og rekja hvaða meðlimir höfðu verið saman á æfingum.


Við minnum á leiðbeiningar um heimaæfingar hér en við hvetjum þjálfara til að halda virku sambandi við iðkendur til að halda þeim við efnið. Það er krefjandi þegar rútínan breytist en með því að halda góðu sambandi minnka líkur stórlega á brottfalli þegar farið er af stað aftur og allir verða tilbúnir í slaginn þegar hliðin verða opnuð aftur.